11.11.2008 | 12:17
Hvað með ófaglært fólk!!
Mikið er gott að faglært fólk á Íslandi geti fengið atvinnu að nýju. Það er samt erfitt að flytja frá fjölskyldu sinni, einungis til að getað séð þeim farborða, hvað þá að flytja búslóðina. Ég vona bara að hér sé í boði flutningur á kostnað vinnuveitanda. Það er auðveldara sagt en gert að missa atvinnu sína, hafa verið launalaus og þurfa svo að leita að atvinnu erlendis.
En hvað með ófaglært fólk í landinu? 'A það bara að vera á bísanum og fá aðstoð frá kirkjunni eða bara að svelta!!
Ég trúi því að efnahagur Íslands eigi eftir að versna, fólkinu í landinu verði aldrei sagt hve slæmt ástandið sé. Ástandið núna, verður skrifað í sögubækur Íslands í framtíðinni.
Vil ég vekja athygli á því að nú, þurfum við lítilmagnan að standa saman fyllast þjóðarstolti í þessu "lýðræði" og mótmæla því sem er að gerast og heimta að ríkistjórnin segi af sér. Með svona "BANANA" við stjórnvölin verða engir vegir færir.
![]() |
Leita starfsmanna á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Veistu, Þetta á ekki eftir að verða eins slæmt og fólk heldur, Þetta lagast strax smá um áramótin, og næsta vor verður þetta orðið svipað og þetta var í júlí/Ágúst á þessu ári.. Maður þarf bara að bíta í það súra þangað til. Ófaglært fólk getur td. farið í skóla og lært. Afhverju á að vera að ráða ófaglært fólk, þegar það er hellingur af faglærðu fólki? Ef ég væri að reka fyrirtæki, þá myndi ég frekar vilja vera með aðeins hærra verð, og vera með faglærða manneskju, frekar en að vera með einhvern sem kann mun minna.
q (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 12:39
Sæl,
ófaglært fólk fer í skóla og verður faglært. Það er einmitt tækifærið þegar ríkið hleypur undir bagga í atvinnuleysisástandinu. Það má ekki verða bitur útí svona hluti, þá verður ömurlegt ástand að vonlausri stöðu.
Jónas (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 12:42
Og hver ætlar að borga reikningana meðan að landinn lærir.
Vilhjálmur C Bjarnason, 11.11.2008 kl. 13:00
Ófaglært fólk verður bara að bíta í það súra að hafa ekki drattast til að læra eitthvað. Annars skilst mér að KFC sé alltaf að leita að fólki.
Sigpungur, 11.11.2008 kl. 14:00
"Ófaglært fólk verður bara að bíta í það súra að hafa ekki drattast til að læra eitthvað. Annars skilst mér að KFC sé alltaf að leita að fólki..."
Ástæðan við erum í þessu ástandi er út af hámenntuðum viðskiptafræðingum sem eru núna búnir að stinga úr land.
Gummi (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 15:36
Það er nú alveg rétt. Ófaglærðafólkið á alltaf á brattann að sækja. Ástæður þess fyir því að hafa ekki menntun geta verið fjölmargar. Barneignir geta slitið í sundur skólagöngu og svo hafa margir ekki neitt stuðningsnet í kringum sig.
Anna Svavarsdóttir, 12.11.2008 kl. 11:04
þetta þýðir þá að mennun sé vitleysa, að það er betra að vera ómenntaður því þá gerir maður ekki neitt rangt
Hilmir Þór Gunnarsson, 12.11.2008 kl. 17:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.