'I morgunsárið blúsa ég.

Sæl, þið sem lesið þetta!  'Eg ákvað bara að blogga um allt og ekkert í morgunsárið, því fyrir mig er það hollt og gott að skrifa niður stundum hvernig ég hef það.  Annars hef ég það bara fínt.  Vaknaði í morgun og skellti Evu Cassidy á fóninn, og hef bara blúsað í rólegheitunum síðan ég vaknaði.  Kom stelpunum í skólann, fékk mér kaffi og sígó og hef verið að fletta á mbl.is og skoða hvað er að gerast þarna úti.  Er mikið að pæla í því að fara á fund í hádeginu því það brýtur upp daginn hjá mér.  'Eg var líka mikið að spekúlera í þeim viðbrögðum sem ég fékk við bloggið mitt í gær, hvað fólk getur verið með lítið á milli eyrnanna, að mínu matiW00t   Það hafa víst ekki allir sömu skoðanir og ég sem er gott, en ég vona að það séu nú fáir íslendingar.  Hef fundið fyrir reiði og ótta undanfarið bara útaf öllu og það er ekki gott fyrir litla sálatetrið, það er kominn tími á að ég fari bara að taka hlutina einn dag í einu, það er nú það eina sem ég get gert.  Ef ég hugsa of mikið um hlutina fyllist ég bara af óþægilegum og neikvæðum tilfinningum.  'Eg ætla því að fara út í daginn jákvæð með bros á vör og ef það dugar ekki til þá bara "fake it until you make it"  Það verður að dugaWink    Það verður víst ekki meira í dag þarf að fara að sortera sokka.Errm   Bless að sinni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband