Það var þörf en nú er nauðsyn.

Hvað er hægt að gera fyrir einstakling eins og mig?  Ég á tvö börn og tel að þau eiga rétt á því sama og önnur börn í þessu þjóðfélagi.  Ég er öryrkji og eins og málin standa í dag fjárhagslega get ég ekki leyft þeim að fara í neinar íþróttir, dans né tónlistarskóla.  Ég hef ekki efni á að borga frístundarskóla enda er ég heima eftir hádegi og sé ég ekki þörf fyrir það.  Ég er með um 200 þúsund á manuði í laun með meðlögum og af því borga ég 167 þúsund á mánuði í greiðsluþjónustu.  Þá á ég eftir 53 þúsund kr til þess að lifa og af því fer símreikningur og adsl, þá á ég eftir að kaupa mat fyrir mánuðinn og bensín á bílinn.  Ég get ekki leyft okkur að fara í bíó né neitt, hef ekkert aflögu.  Ég viðurkenni það að hafa fengið aðstoð kirkjunnar, en af því  ég hef fengið aðstoð hennar 3svar, kort í bónus fyrir 10 þúsund, þá hef ég ekki rétt á meiru.  Féló á Suðurnesjum , þvi ég bý nú þar neita mér um aðstoð því ég hef of há laun miðað við viðmiðunarmörk þeirra sem löngu eru orðin úrelt.  'Eg er ekki á félagslega kerfinu og barnaverndarnefnd er ekki í mínum málum.  Ég bý í eigin húsnæði.  Nú eru málin bara þannig mánuðurinn er rétt byrjaður og ég hef ekki efni á skeinipappír.  Finn ég nú hvað þörfin er mikil.  Veit ekki hvað ég á að gera annað en að ég hef fengið viðtal við bæjarstjórann hér og vil ég vekja athygli á viðmiðunarmörkum félagslegakerfisins eru úrelt, leiða þarf tónlist inn í skólana.  Bókakaup ætti að vera óþarfi skólarnir ættu að sjá um að útvega það og foreldrar borga fastagjald fyrir veturinn.  Máltíðir ættu einnig að vera inn í skólanum með fastagjald fyrir veturinn vil ég einnig vekja athygli hans á þörf á fjölskylduhjálp og mæðrastyrksnefnd í Reykjanesbæ. Síðan þarf ég að grátbiðja um aðstoð fyrir okkur mæðgurnar hve lágt þarf maður að leggja sig fyrir aðstoð.  'Eg sé ekki framá að ég geti séð börnunum mínum farborða eins og ástandið er núna.

Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband